Lýðræði eða skrílræði?

riotpexels-photo-6829103Lýðræðisþjóðir Vesturlanda eru að eyða lýðræðinu og undirbyggja klíkuræðið og skrílræðið. Almenningur horfir upp á stjórnmálastéttina ganga sífellt lengra gegn vilja þjóðanna en getur ekki rönd við reist. Aðeins 34% styðja ríkisstjórn Íslands, 37% forseta Bandaríkjanna, 32% danska forsætisráðherran. 82% Þjóðverja eru á móti kanslaranum, 67% syðja ekki sefnu Bretastjórnar.

Bandaríkin hafa í raun lengi verið undir stjórn stórfyrirtækjanna að miklu leyti en síðustu forsetakosningar hafa sýnt að krataflokkurinn, spillingafjárfestar og götuskríll hafa náð miklum áhrifum með svindli og níði. Í Bretlandi er ástandið hjá almenningi farið að nálgast hungursneyð en Bretastjórn hefur sjaldnast hugsað mikið um almenning eyjanna og hefur nú sökkt bresku þjóðinni niður i fátækt græna hagkerfisins, meira að segja Sameinuðuþjóðirnar hafa áhyggjur af hungri breskra barna. Götuskríll og öfgabábiljur virðast hafa meiri áhrif en agað og hugsandi fólk.

Hér á Íslandi hefur klíkuræðið síðustu 30 árin verið í félagi við erlent yfirvald. Lýðræðisleg áhrif íslenskra þegna eru orðin hverfandi en erlent vald, klíkur og skríll með bábiljur hafa vaxandi áhrif. Stjórnmálaflokkarnir hafa komið sér upp sjálfvirkri svikamyllu sem hirðir fé almennings til þess að fjármagna sig og sinn áróður, klíkur, bitlinga og undanskot og koma í veg fyrir endurnýjun og ný stjórnmálaöfl. Þeir taka ekki á helstu hagsmunamálum landsmanna heldur aðeins á málum sinna klíka, einföldum afgreiðslumálum og lögfestingu erlendra tilskipana. Lýðræði Íslands er farið að líkjast skrílræðinu í Bandarikjunum og Bretlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband