Ný neyðarlög
7.12.2023 | 17:42
Neyðarlög björguðu þjóðinni þegar EES-regluverkið um fjármálastarfsemi var að setja íslenska bankakerfið í þrot og þjóðina á hausinn að frumkvæði Breta Brown Darling. Neyðarlögin afnámu vitlausasta ESB-regluverkið og tóku stjórnina aftur heim. Hrunið fimmtán ára
Nú er komið að orkukerfinu. EES-regluverkið hefur komið uppbyggingu, rekstri, viðhaldi og stjórnun orkukerfisins í uppnám. EES-lög stöðva þróuun byggðar
Orkukerfi landsins fært undir Evrópusambandið
Það verður ekkert aðhafst án þess að brjóta EES-samninginn.
Óþarfar nefndir, ráð og áætlanir hafa stjórnvöld okkar líka komið á um orkumál, alveg af eigin heimsku og án fyrirmynda frá Brusselskriffinnum: Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (verndar fífla og hraunnibbur fyrir Íslendingum) sem stöðvar virkjanaframkvæmdir. Gerð var Rammaáætlun til að friðþægja afturhaldsöflin, hún hefur reynst sjálfvirk bremsa á alla uppbyggingu orkukerfisins, virkjanir sem augljóslega verða byggðar (þegar þjóðarnauðsyn krefur eða fyrr). Rammaáætlun, vindmyllur og kol
Alþingi er nú komið í vandræði og ekki vitað hvað á að gera. Á að setja sérlög um virkjanir? (Morgunblaðið 7.12.2032). Því ekki bara neyðarlög svo EES-svamlið þvælist ekki fyrir!
En það er í raun augljóst hvað þarf að gera til þess að koma orkumálum Íslands í lag aftur: Segja EES-samningnum upp og afnema EES-regluverkið og láta Alþingi taka til við að setja upp íslenskt laga- og regluverk sem þjónar landinu en ekki útlendu bábiljustjórnkerfi Evrópusambandsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.