Ljósin slokkna
29.11.2023 | 14:22
Evrópusambandið er að ganga af landbúnaðinum dauðum. Það eru ekki bara niðurgreiddar undirmálsvörur sem troðið er inn á markaðinn heldur eru "Evrópureglugerðirnar" að stúta bændunum.
"Ég hef engin vopn í hendi mér til bjargar í mjólkurframleiðslunni frekar en aðrir bændur sem fóru í tilneyddar fjárfestingar vegna Evrópureglugerða sem þvinguðu bændur, annað hvort að stefna á að hætta mjólkurframleiðslu eða byggja nýtt fjós. Mat ég það þannig, það að bera titilinn Gústi bóndi væri 250 milljóna króna skulda virði. - Við erum orðnir þrælar, hlekkjaðir við aðstæðurnar-"
https://www.dv.is/frettir/2023/11/25/agust-lysir-mikilli-neyd-ljosin-eru-ad-slokkna/
Þegar saga landbúnaðar á Íslandi er skoðuð kemur í ljós að kúabúskapur með íslenska kúakyninu, sem nam hér land fyrir 1150 árum, hefur verið meginstoð í íslenskri lífsbjörg alla tíð. Íslensku kýrnar hafa staðið sig vel og gefið af sér mjólk, osta og smjör með miklum afköstum og gera enn. Kristján Eldjárn rannsakaði Svarfaðardalinn, Árni Daníel Júlíusson segir frá rannsóknunum og sögu dalsins í bókinni Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals. Þar er sagt frá búskap og mikilvægi kúabúskaparins í gegnum aldirnar en nú horfir í að slökkt verði á ljósunum í fjósum íslenskra sveita í síðasta skiptið.
Þeir sem byggðu land og sveit Íslands fyrir 1150 árum voru ekki eins miklir skussar og nútíma Íslendingar sem eru að missa matarsjálfsnægt landsins í dauðakrumlurnar á erlendu valdabákni. Íslenskir bændur fluttu meira að segja út smjör og osta. En eftir að loftslagið tók að kólna upp úr 1130 fór landbúnaðurinn að hrörna. Það var það sem skapaði jarðveginn fyrir borgarastyrjöldina en henni var fjarstýrt af þáverandi valdabákni í Evrópu, Noregskóngi, sem svo hirti frelsi vort.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.