Norðurlöndum til skammar

grænlandNorðurlandaráð er orðið klappstýra stríðslandanna í NATO og ESB. Stefna ráðsins sýnir að það veit ekki hverjir eru hagsmunir Norðurlanda (Mbl.13.11.2023)

Nýr formaður segir: "-djarft að setja varnarmál í forgang-".

Það þýðir að auka á stríðsmang og hernaðarbrambolt í samstarfi við stríðsþjóðir NATO og ESB, aðallega Bandaríkin og Bretland en Þýskaland er aftur komið og þýskir skriðdrekar komnir að landamærum Rússlands eins og  á dögum Þriðja ríkisins.

"Norðrið er að stórum hluta innan landamæra Rússlands sem nú reka stríð í Úkraínu-"

Það rétta er að 54% norðurheimskautssvæðisins er rússneskt. Það voru Bandaríkin og þeirra kjölturakkar í ESB sem hófu stríðsreksturinn í Úkraínu 2013 með hernaði gegn rússneskum íbúum Úkraínu sem Rússland telur sig þurfa að verja. Blóðuga valdaránið í Úkraínu

Heimskan að reka bábiljustjórnmál loftslagssvindlaranna, stríðsstefnu hernaðarþjóða og að hatast við langstærsta norðurslóðalandið, sem hefur sýnt Norðurlöndum vinsemd frekar en stríð, er sönnun þess að Norðurlandaráð er komið langt út af sporinu og væri betra að loka því en að það vinni í að spilla nágrannasamvinnu og friði.

Samkvæmt formanninum: "Á heimskautasvæðunum er hlýnun loftslags að jafnaði fjórum sinnum hraðari en annarsstaðrar í veröldinni"!

Það rétta er að það er engin hlýnun á Norðurskautssvæðinu heldur kólnun. Þrátt fyrir vaxandi hafís halda Rússar siglingaleiðinni norðurfyrir Rússland opinni með síöflugri ísbrjótum.

Grænlendingar, sem eiga einn stærsta hlutann af norðurheimskautssvæðinu, eru orðnir leiðir á blaðrinu í Norðurlandaráði og ætla ekki að mæta nema þeir fái lýðræðislegt vægi. Grænlendingar eru ekki sömu aukvisarnir og allflestir Norðurlandaráðamenn, þeir eru eina Norðurlandaþjóðin sem hefur haft kjark til þess að segja sig úr ESB/EES og munu sem þátttakendur í Norðurlandaráði væntanlega verða til þess að blaðurklúbburinn færi sig yfir í að vinna að hagsmunum Norðurlanda en ekki að hanga aftaní vopnamöngurum  NATO og ESB.

Norðurlandaráð er orðið dindill stríðsþjóðanna og Norðurlöndum til skammar um heimsbyggðina sem er farin að þekkja "varnarmál" og "forustu" NATO og ESB-landa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband