Frakki syngur

french flagpexels-photo-8350421Frakklandsforseti steig framfyrir stríðsmangarakór NATO og ESB og söng með skírum tón að Ísraelar verði að hætta að drepa börn. En tók fram að Ísrael yrði að geta varið sig.

Frakkar hafa áður sýnt sjálfstæði gagnvart stríðsmangi NATO, Bandaríkjanna og Bretlands. Þeirra merkasti stjórnmálamaður á síðustu öld, DeGaulle, dró Frakkland úr hernaðarsamstarfi NATO 1966.

Þó Macron sé enginn DeGaulle sýndi hann kjark, Frakkland hefur nú um árabil verið einn af undirsátum stríðsbáknsins í Washington og hefur upp á síðkastið tekið upp hernaðarstefnu Evrópusmabandsins sem er tilefnislaust bruðl en hvatt áfram af Bandaríkjunum sem hafa yfirstjórn á hernaði Ísraela. Einsöngsatriði Macron nú gæti auðveldað afnám hernaðarbandalagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á meðan ætla þjóðverjar að tvöfalda aðstoð sína við Úkraínu þó svo að sannað sé að Úkraína hafi sprengt gasleiðslurnar

Washington Post: Ukrainsk överste koordinerade Nord Stream-sprängningen | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 12.11.2023 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband