Í vitlausu liði
9.11.2023 | 16:16
Evrópusambandið dregst stöðugt afturúr og dregur EES-lönd með sér. Sambandið var með 30% af heimsviðskiptunum 1980 en nú minna en 15%. Verg landsframleiðsla á mann er helmingur af því sem er í Bandaríkjunum (Mbl 7.11.2023)
Evrópusambandið byggir á miðstýringu, forræðishyggju og skriffinnskuhefð frá gömlu nýlenduveldunum. Stjórnvaldsafskipti og ofstjórn vaxa hömlulítið og valda framtaksskorti og framkvæmdalömun og er ein af meginástæðum hrörnunar ESB. En fleira kemur til:
ESB hefur í vaxandi mæli orðið fórnarlamb bábiljustefnumála frá trúarkenndum félagasamtökum: Sameiginlegur gjaldmiðill varð flestum til ógagns; Græna stefnan eykur fátækt og leggur stóra hluta efnhagslífsins að velli. Viskiptabönn hafa útilokað fyrirtæki frá hagkvæmum hráefnum og orkugjöfum. Of mikill innflutningur framandi fólks hefur valdið ófriði, óöryggi og glæpavexti. Siðmenningarleg upplausn hefur skotð rótum
Djúpstæður hernaðarandi hefur nú aftur komið upp á yfirborðið. Leiðtogar sambandsins eru að reyna að gera ESB að hernaðarbandalagi, án gilds tilefnis en í samræmi við áróður vestrænna stórfyrirtækja og ný-íhaldsins. Gamalgróin landvinningaþrá afhjúpast nú nakin með þátttöku ESB í vopnuðum árásum NATO, ný-nasista og fleiri illvirkja. Ísland hefur þvælst inn í stríðsrekstur á vegum ESB-landa vegna undirgefni við ESB og máttleysis íslenskra leiðtoga.
Í krafti EES-samningsins hefur ESB fengið vald yfir mikilvægum málum Íslands og framleiðir bæði lög og reglugerðir fyrir landið sem hamlar þróun og uppbyggingu og leggur þungar álögur á almannasjóði, fyrirtæki og einstaklinga. Afleiðingin er samskonar þróun til hrörnunar og í ESB þó efnahagshrörnunin sé ekki gengin eins langt og þar enn sem komið er. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/
Með EES lenti Ísland í vitlausu liði og missti hluta af sínu frelsi og sjálfstæði til hins hrörnandi sambands. Meintur viðskiptalegur ávinningur, sem var mjög ýktur af þeim sem komu EES-samningnum yfir þjóðina, er nú orðinn enn meiri ímyndun en var. Frelsi lands og landsmanna til ákvarðana og athafna er forsenda uppbyggingar og efnahagsgæða. Afskipti valdabákna eins og ESB standa í vegi fyrir frjálsum athöfnum og samskiptum og hefta viðskipti við heimsbyggðina sem er grunnurinn að velsæld, ekki síst lítilla landa eins og Íslands.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.11.2023 kl. 13:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.