Vindmylluverkefni fjúka
5.11.2023 | 16:07
Tvö risastór vindmylluverkefni við Atlantshafsströnd Bandaríkjanna verður hætt við. Tap orkufyrirtækisins, ORSTED, er talið 5,6 milljarðar dala. Einnig eru BP og norska ríkisfyrirtækið EQUINOR að afskrifa fúlgur fjár líka vegna vindverkefnis á austurströndinni. https://www.reuters.com/business/energy/orsted-cease-development-some-us-offshore-wind-projects-2023-10-31/
Shell er líka að draga sig úr vindverkefni þar og afskrifa mikla peninga.
Kostnaði og verðbólgu er borið við en undirliggjandi er að vindmyllur eru óarðbær, dýr og léleg orkumannvirki sem þurfa ríkisstyrk auk þess að vera umhverfisspillandi. Það er mistakaforsetinn og hans hjörð sem rekur vindmylludraumórana áfram á kostnað skattgreiðenda. Vindmylluverkefnin leysast smám saman upp í fjárfestingastórslys sem enda í fangi almennings.
Vindmyllur eru lýti á landsfegurð, valda skaða á fuglalífi og öðru dýralífi á landi og við strönd, gefa frá sér heilsuspillandi bylgjur, valda hættulegum sviptivindum og hvirflum, þurfa mikið og hættuskapandi viðhald, þeyta frá sér lífshættulegum klakadrumbum og enda sem óendurvinnanleg bákn sem almannasjóðir þurfa að taka að sér. https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.