Noregur gefst upp

fáni norge-2467913_640Enn einu sinni kemur í ljós að norska stjórnkerfið er undir hæl Evrópusambandsins. Hæstiréttur Noregs lagði blessun sína yfir valdahrifs Evrópusambandsins í orkumálunum og aðildina að ACER (orkustofnun ESB), þriðja orkupakkanum sem okkar Alþingi gleypti með skít og skinni.

Það eru litlar líkur til að íslensk yfirvöld standi í lappirnar gagnvart Evrópusambandinu og EES en vonir stóðu til að þau norsku mundu gera það í þessu mikilvæga máli og vera fyrirmynd. Vonbrigðin eru því stór meðal sjálfstæðissinna. https://www.frjalstland.is/2023/11/03/uppgjof-noregs/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

og þó Hæstiréttur Noregs ákveði eitthvað þá fer bara EU sínu fram 
Sbr krabba og þorskveiðar við Svalbarða

EU til knallhardt angrep mot Høyesterett - VG

Grímur Kjartansson, 3.11.2023 kl. 18:27

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er reginmundur á stjórnarskrám Noregs og Íslands. Norska stjórnarskráin leyfir "lítið framsal" fulveldis sem stórþingið getur ákveðið en "mikið framsal" þarf aukinn meirihluta þingsins og að a.m.k. helmingur þigheims sé viðstaddur atkvæðageiðsluna. Hér á landi gilda allt önnur lögmál því íslenska stjórnarskráin leyfir EKKERT framsal á fullveldi Íslandi til erlends ríkis eða ríkjasambands. Innleiðing 3. orkupakkans í íslensk lög var því "lítið" framsal á fullveldinu til ESB en engu að síður þverbrot á íslensku stjórnarskráni og brot á hegningarlögum. Viðkomandi ráðherrar munu því sæta ábyrgð skv. lögum.  

Júlíus Valsson, 3.11.2023 kl. 20:19

3 Smámynd: Höfundur ókunnur

OG sæstrengjum fjölgar á hverju ári. Nú síðast til Bretlands. Virkjanir eru stækkaðar og Landsvirkjun þeirra Norðmanna (Statkraft) græðir sem aldrei fyrr. 

Þrátt fyrir aukna flutningsgetu sáust neikvæð rafmagnsverð í suður Noregi í haust, í fyrsta sinn.

En þetta hlýtur samt allt saman að vera hræðilegt. 

Til að slá allan vafa af, þá er hér um kaldhæðni að ræða. 

Höfundur ókunnur, 4.11.2023 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband