Montið í Brussel
2.11.2023 | 13:30
Evrópusambandið galar oft um alþjóðleg málefni og kallar nú eftir friðaráætlun og friðarráðstefnu um Mið-Austurlönd. Hljómar ekki illa en áætlunin er gagnslaus til að stöðva stríðið milli Palestínu og Ísrael en kannske nothæf til naflaskoðunar hjá meðlimum ESB.
Brussel montast oft með yfirlýsingum um alþjóðleg vandamál en færri og færri hlusta eða taka mark á því sem þaðan kemur, hvort sem er um loftslagsmál, viðskiptaþvinganir eða stríðsrekstur. Undirlægjurnar á Norðurlöndum dragnast með Evrópusambandinu og bergmála svamlið frá Brussel.
Evrópusambandið verður sífellt ómarktækara og meira óviðkomandi heimsmálum, það er stríðsstjórnin í Washington sem ræður ferðinni og keyrir yfir Evrópusambandið og spillir fyrir lífsbjörg þess að vild.
https://www.politico.eu/article/who-needs-the-eus-irrelevant-gaza-peace-plan-the-eu-does-of-course/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.