Innlimun Úkraínu í vaskinn

eu-flageurope-1045334_960_720Tilraunir NATO og ESB að innlima Úkraínu eru strand. Gagnsóknin rómaða gegn rússneska hernum í Donbas er mannskæð mistök á vegum heimskra stjórnmálaforsprakka í NATO og ESB sem hafa talið mönnm trú um að Úkraína mundi vinna stríðið við rússneska herinn.

https://www.washingtonpost.com/national-security/2023/08/17/ukraine-counteroffensive-melitopol/ (reynslan sýnir að gott er að lesa Washington Post með varkárni)

nato-26848_960_720Vopnlausa Ísland á ekki heima í hjörð hinna geltandi drápshunda NATO og ESB sem reyndar eru byrjaðir að ýlfra ámáttlega. Ísland þarf að undirbúa að taka upp fyrri eðlileg samskipti við Rússland, ef fer fram sem horfir verður hernaður NATO og ESB banabiti fyrir samtökin eins og hernaður Frakka og Þjóðverja áður. Vesturlönd eru að einangrast allt meir frá löndum heims, samtök þeirra stærstu, BRICS, eru vaxandi og ekki likleg til að bjóða NATO- og EES-landinu Íslandi með sér.

Bloggari Friðrik Daníelsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Friðrik; sem og þið önnur Frjálsa lands fólk !

Friðrik !

Má til; að rifja upp fyrir þjer tiltekinn atburð, úr sögu þáverandi Tékkóslóvakíu, til að byrja með :

''Ágúst 20-21 1968, var tékkóslóvakíska sósíalíska lýðveldið sameiginlega ráðist inn af fjórum Varsjárbandalagslöndum : Sovétríkjunum , Pólska alþýðulýðveldinu , Alþýðulýðveldinu Búlgaríu og Ungverska alþýðulýðveldinu . [20] Innrásin stöðvaði frjálsræðisumbætur Alexander Dubček í Prag í vor og styrkti einræðisvæng kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu (KSČ).''

(tilvitnun úr Wíkipedíu þýðingu, af þessum 55 ára atburði)

Rjett; að minna ykkur Frjálsa lands fólk einnig á, þá Rússneska Sambandslýðveldið rjeðst inn í Georgíu 2008, og eftirmála þess.

Stóru mistök Úkraínumanna; við sjálfstæðistökuna eftir fall Sovjetríkjnna voru tvímælalaust, að hafa ekki rekið Rússneskumælandi fólk, frá Lúhansk og Donetsk, þá þegar.

Hið sama mætti segja; um hik Moldóva (Moldavíumanna) að vera ekki búnir að gera slíkt hið sama, gagnvart Rússum í Transnistríu.

Hvað; sem öðru líður, er stuðningur Vesturlnda við Úkraínumenn jafn sjálfsagður - eins og sú vitfirring NATÓ og Evrópusambandsins var þvílík, að leggja eðlilegt þjóðlíf í : Afghanistan - Írak - Sýrlandi og Líbýu t.d. í rústir einar.

BRICS samsteypan; gerði rjettast í því aftur á móti, að REKA Rússneska Sambandslýðveldið og Kínverska Alþýðulýðveldið úr sínum samtökum, en bjóða aftur á móti: Japan - Taíwan(Lýðveldinu Kína) - Suður- Kóreu - Kazakhstan - Alsír og Argentínu t.d. til inngöngu, alveg hikstalaust.

Dekur ykkar (sumra: a.m.k.) Frjálsa lands fólks við drullusokkinn Vladímír Vladimírovich Putín er ykkur aftur á móti ekki, til neins sóma.

Jeg styð ykkur aftur á móti fullkomlega; í andstöðunni við frekari úþenzlu og yfirgang Evrópusambandsins fullkomlega, ekki sízt hjerlendis.

Með kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.8.2023 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband