Blessun ESB
5.8.2023 | 14:35
Hreinlæti íslenskra heimila er nú tekið að étast upp af "hringrásarhagkerfi" ESB/EES. Kámug eldhús, kámugir rusladallar, mikil vatnsnotkun, fýla um allt hús.
Ruslabílstjórarnir eru látnir taka haugloft (metan) á bílana tvisvar á dag meðan díselbílarnir koma tvisvar í viku. Stór hluti af skattfé sem sveitarfélögin taka af okkur fer í að framleiða ónýtt gums og haugloft í "jarðgerðarstöð" sem þarf svo að niðurgreiða margfalt til að losna við það, lélegt og hættulegt eldsneyti.
Nú erum við látin keyra á bensíni sem búið er að sulla brennivíni út í: E10, lélegt eldsneyti sem skemmir eldri bíla.
Flugfargjöldin verða skattlögð upp úr pyngju landsmanna. Gullfoss fer að ganga aftur.
Niðurgreiddum, hættulegum, þungum og malbiksspænandi batteríbílum er prangað á óvitandi á kostnað skattgreiðenda.
Okurskattar eru á eldsneyti til að útrýma því og ná "kolefnishlutleysi" sem svinnir menn og þjóðir eru smám saman að hætta við enda byggt á trúarórum og valdagráðugum sameinuðuþjóðaskriffinnum sem gelta eins og óðir hundar einu sinni á ári og stundum oftar.
Þetta er allt í boði illa upplýstra ESB/EES-skrifara í Brussel sem framleiða óþarfar reglugerðir fyrir fransk-þýska stöðnunarbáknið sem EES lætur okkur bogna undir.
https://www.frjalstland.is/2022/11/27/utlend-sorphirda/
https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.