Þar fór hreinlætið

pasturepexels-photo-440731Hreinlætið er nú að hverfa í ginið á Evrópusambandinu sem fyrirskipar flokkun heimilissorps. Allt í samræmi við aðstæður í ESB, þéttbýli og fátækt þar í löndum.

Við EES-undirsátar höfum nú fengið yfir okkur "hringrásarhagkerfi", eitt vitlausasta stjórnkerfi sem ESB/EES hefur ungað út og Alþingi stimplað í lög https://www.althingi.is/altext/stjt/2021.103.html

Kámugar hendur setja nú kámugar umbúðir í kámuga  dalla sem þvælast fyrir heimilismönum. Eldhúsið löðrandi eftir leka pappírspoka með matarleifum. Lyktin berst um allt hús. Flugurnar eru komnar. Hreinlætið er fyrir bí. Og hólfaskiptu nýju sorptunnurnar alltaf fullar. Og borgin tottar meiri peninga af okkur.

Plast-, pappírs-, pappa- og álumbúðir eru forsenda góðs nútíma hreinlætis. Rétta og umhverfisvænsta leiðin til að farga úrgangi frá þessari notkun er vel skipulögð urðun eða brennsla. Íslendingar senda út mikið af sorpi til eyðingar í öðrum löndum og borga fúlgur fjár þó hægt væri að urða eða brenna því hér.https://www.frjalstland.is/2022/11/27/utlend-sorphirda/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ofan á allt (svona privat),er tunnunum stillt fyrir eldhúsglugga minn sem get ekki opnað fyrr en einhver kemur í heimsókn og aðstoðar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2023 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband