Hver sprengdi stífluna í Dnjepr?
7.6.2023 | 13:34
Auðvitað Rússadjöflarnir segja falsfréttamiðlar NATO- og ESB-landa!
Stíflan er í eigu Rússa og undir þeirra stjórn og sér kjarnorkuverinu í Zaporozhie og auk þess Krímskaga og fleiri rússneskum svæðum fyrir vatni. Svæðin sem fóru á kaf eru byggð þúsundum Rússa.
En lygastrumparnir í Washington, London og Brussel (og Kænugarði og Reykjavík) láta fjölmiðlana segja okkur að Rússarnir séu svo vitlausir að þeir eyðileggi sínar eign virkjanir, vatnsforðalón og kjarnorkuver og sökkvi eigin borgum.
Bandaríkjamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson heldur áfram að afhjúpa lygastrumpana, bandamenn okkar, þó reynt hafi verið að þagga niður í honum. https://twitter.com/TuckerCarlson/status/1666203439146172419
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Sæll / sæl / sælt
Þessi linkur Tucker Carlson er fullkomlega gagnslaus og sannar ekki neitt. Erfitt að hlusta á hann til enda, því maðurinn fer oft út af sporinu og spólar á fullu gasi í skurðinum.
Það hagnaðist Úkraínu að sprengja Nordstream 1 því þannig þarf meira gas að fara í gegnum leiðslur í þeirra eigin landi og transit-tekjur vaxa. Auk þess sprengja Rússar ekki nálægt eigin leiðslum, því þeir höggva ekki af hendina sem fæðir þá.
Hverjir eru mestu framleiðendur á olíu? BNA, Sádar og Rússar. Hverjir eru mestu framleiðendur á gasi? Qatar gnæfir þar á toppnum, en gas er mun verðminni vara en olía. BNA er að vaxa gríðarlega í gasi.
Í stríðinu eru taparar, minni taparar og síðan þjóðir sem koma vel út. Í þessum síðasta flokki eru BNA vegna ofangreinds. Auk þess flytja BNA út umtalsvert magn matvæla.
Þið getið staðfest þessar tölur með því að glugga í BP Energy statistical review, ritið kemur út árlega.
Þótt ríkismiðlar (sem þið kallið lygastrumpa) flytja takmarkaðar fréttir af þessu, þá er hér einn sem hefur nokkuð góða yfirsýn á málum.
(5) Of Dams and Damn Trolls: A Reflection by Peter Zeihan - YouTube
Að lokum : Ég hygg að því að þessi færsla eigi best heima í ruslinu. Ég mæli með því að henni sé beint þangað.
Höfundur ókunnur, 11.6.2023 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.