Við og nýnasistarnir
5.6.2023 | 13:01
Barbídúkkurnar okkar í ríkisstjórninni hafa þvælt okkur í stuðningslið hryðjuverkasveita nýnasista sem stunda manndráp í Rússlandi á vegum leppstjórnarinnar í Kænugarði, með vopnum frá okkur, NATO og ESB. Rússar eru nú að vakna upp eftir 78 ár við að nasistar eru komnir aftur.
Ekki einu sinni falsfréttamiðlar NATO- og ESB-landa geta hylmt yfir hryðjuverk á vegum Kænugarðsstjórnarinnar í Rússlandi. Safnað hefur verið saman öfgamönnum víða, einn þekktasti forsprakkinn hefur verið virkur í nýnasistahreyfingum í ESB alllengi. Heimsmynd Kænugarðsstjórnarinnar segir að Rússar séu réttdræpir af því að þeir eru ekki mennskir heldur urgiskir meðan Úkraínumenn séur sannir Slavar. (Finnar, Ungverjar og Eistar eru urgiskir) .
Ástæða árásanna á Rússland er auðvitað sú að leppstjórn NATO og ESB í Kænugarði er í raun búin að tapa stríðinu gegn Donbas og reynir nú að sýna mátt sinn og valda usla með því að senda drápssveitir á almenning í Rússlandi og ekki bara á Rússana í Donbas eins og hingað til.
Íslensk stjórnvöld verða að draga Ísland án tafar úr stuðningsliði hryðjuverkastjórnarinnar í Kænugarði áður en hermangararnir í Washington, London og Brussel senda sína heri til Úkraínu og koma af stað kjarnorkustyrjöld á okkar vegum. Sem þeir munu líka tapa.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 6.6.2023 kl. 14:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.