Meira vín í bensín

vodka-461890_960_720Loftslagskirkjuráð ESB/EES hefur nú boðað að safnaðarmeðlimir skuli nota meira brennivín á bílana þó þeir hafi verið hannaðir fyrir bensín. Nýja E10 bensínið, 10% vínandi, er lélegt, við þurfum meira til að komast sömu vegalengd, vínandinn hefur 30% minna orkuinnihald en bensín.

En samt er stöðugt verið að hækka verðið á bensíninu enda dýrt að búa til vínanda úr landbúnaðarafurðum og "grænu" skattarnir hækka jafnt og þétt. E10 bensínið fer ekki vel með suma bíla en það gerir Evrópusambandinu ekkert, bílaframleiðendur þar selja nýja bíla fyrir E10.

"Umhverfisvænn" vínandi er eins og annað "sjálfbært" og "loftslagsvænt" samkvæmt EES/ESB, hvort sem er vindmyllur, sólarpanelar, batteríbílar, lygaverslun (með upprunavottorð), eða "grænar" fjárfestingar: Fálm og sýndarmennska sem byggir á undirmálsverkfræði og er kostuð af skattgreiðendum og er féþúfa "grænna" gróðabrallara sem gera út á ríkisstyrki og heimsku almennings og ráðamanna.

Það þarf svipað orkumagn (74-95%) til að framleiða vínandann og hann gefur af sér. Bændurnir nota mest díselolíu en þeir gætu fengið sér "umhverfisvæna" traktora sem brenna vínanda en þá yrði lítið eftir handa okkur. Vínandinn er unninn úr sykurrófum, korni, kartöflum og sykurreyr (besta jurtahráefnið) ræktað á ökrum með sáningu, áburði og með vélbúnaði sem þarf orku. Það er aðeins að nafninu til sem kolefnið í vínandanum kemur úr gróðri (er "sjálfbært"), jarðefnaeldsneytið er áfram orkugjafin í raun. "Kolefnissporið" verður svipað áfram. Koltvísýringsútblásturinn (á orkueiningu) breytist lítið. Talsverð umhverfisáhrif eru af landbúnaði, nítrat-, fosfat- og saltamengun. Minnstu umhverfisáhrifin og hagkvæmasta etanólframleiðslan er úr jarðgasi eða olíugasi.

https://www.ecoenclose.com/blog/dont-replace-fossil-fuels-with-corn-lessons-from-ethanol/

Ávinningur umhverfisins og loftslagsins af E10 er enginn.

https://www.frjalstland.is/2020/12/10/graena-glyjan/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Gott og gáfulegt innlegg. 

Þegar ég las biblíu í fyrsta skiptið, sá ég einkennilega yfirlýsingu, á þá leið að satan væri höfðingi þessa heims.

Nú þegar ég sé hverjir stjórna mestu í heimsmálunum, er auðvelt að sjá að Kristur hafði laukrétt fyrir sér. (eins og oft áður)

Loncexter, 21.5.2023 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband