Falsanirnar afhjúpaðar
11.5.2023 | 13:27
Donald Trump var í viðtali hjá CNN og afhjúpaði hræsnina og falsanirnar eftirminnilega.
Falsfréttamiðlar og helstu málpípur Demókrataflokksins (Washington Post, New York Times, CNN) eru æfir og briglsa Trump um lygar eins og þeir eru vanir en fjalla ekki mikið um það sem mestu máli skipti í viðtalinu, um hernaðarþáttöku Bandaríkjanna í Úkraínu: -"þeir eru að deyja, Rússar og Úkraínumenn, ég vil að þeir hætti að deyja - mín hugsun er um að stilla til friðar og stöðva drápin á öllu þessu fólki og eyðileggingu þessa lands - ég mun stilla til friðar á einum degi verði ég forseti-".
Forsprakkar Evrópusambandsins, sem hafa tekið Evrópuráðið í herkví, fá að hittast á Íslandi í næstu viku og væntanlega verða stríðsæsingar gegn Rússlandi aðalfundarefnið þó Evrópuráðið hafi verið stofnað til þess að þjóðir Evrópusambandsins (Þjóðverjar, Frakkar) færu ekki aftur í Evrópustríð. Það virðist augljóst að Evrópuleiðtogar muni ekki geta stöðvarð Úkrainustríðið, til þess eru þeir of þrælslundaðir við Ameríku. Eini möguleikinn er að ábyrgur forseti eins og Donald Trump fái völdin í Hvíta húsinu áður en Rússland leggur Úkraínu ("Útkragann" á Rússnesku) undir sig.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.