Sigurdagurinn
9.5.2023 | 15:39
Þennan dag, 9. maí, 1945, fyrir 78 árum, gekk uppgjöf Þýskalands í gildi (að Moskvutíma) eftir sigur Rauða hersins á þjóðverjum sem þá höfðu drepið 27 milljónir Rússa, fjórfalt fleiri en þeir misstu sjálfir og þrítugfalt fleiri en Bandaríkin og Bretland misstu samanlagt.
Þessi grimmilega árás Þjóðverja er af augljósum ástæðum greypt í minni Rússa og sögu Rússlands. Rússar frelsuðu ekki bara Rússland heldur Evrópu alla frá þýsku drápsmönnunum með tröllvöxnum mannfórnum.
Rússum hefur ekki verið sýnt mikið þakklæti fyrir vikið. Þvert á móti hafa þeir verið ofsóttir með tilefnislausu níði, óhróðri og áróðri allt frá því Churchill heimsótti Truman og skáldaði upp "Járntjaldið" snemma árs 1946. Hámark ofsóknanna hófst svo fyrir áratug þegar Bandaríkjastjórn Obama/Biden, með aðilum í NATO/ESB-löndum, rændu völdum í Úkraínu og hófu, með leppstjórninni sem þeir komu til valda, hernað gegn rússneskum íbúum Úkraínu. Markmiðið var að egna Rússland til hernaðar. Átökin standa yfir, NATO/ESB auka stöðugt áróðurinn, óhróðurinn, vopnasendingarnar, þjálfun og útvegun hermanna og njósnir og upplýsingagjöf.
Leppstjórnin hefur í vaxandi mæli sent morðingja og hryðjuverkamenn gegn Rússum, rithöfundar hafa orðið fyrir sprengjuárásum (í Moskvu, Pétursborg og Nizhny Novgorod) og borgarar myrtir við landamærin.
Þetta er á sama tíma og "Evrópuráðið", með móttöku á Íslandi og þátttöku Íslands, telur sig þess umkomið að hylla leikara leppstjórnarinnar frá Kænugarði sem rekur manndráp á vegum NATO og ESB á rússneskum íbúum Úkraínu með því að fórna eigin mönnum. Rússar þekkja skrílinn vestanað frá fyrri tíð og sendu því í febrúar í fyrra her til þess að verja landa sina í Úkraínu og stugga skrílnum á brott.
Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 10.5.2023 kl. 16:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.