Að verða sér til skammar
4.5.2023 | 20:15
Leiðtogar Norðurlanda urðu okkur til skammar á miðvikudaginn í Helsinki. Frá því að vera fyrirmynd hlutlausra og friðsamra smáþjóða koma Norurlöndin nú fram í dagsljós heimsins sem kjölturakkar stríðsveldanna með því að lýsa yfir stuðningi við hernaðarrekstur NATO og ESB gegn íbúum Donbas.
Íslendingar þvældust auðvitað með "hinum Norðurlöndunum" eins og venjulega. Það var óþarfa eftirlátssemi, Norðurlönd eru ekki með okkur þegar við berjumst við Breta og ESB-lönd (Hrunið síðasta dæmið) https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/03/beint_bladamannafundur_norraenu_radherranna/
Á sama tíma létu gáfnatýrurnar í Washington hryðjuverkastjórnina í Kænugarði senda sprengjur á Kreml en hernaðarverktöku Kænugarðsstjórnarinnar er beinstýrt frá Washington. Einstaklega gáfuleg herstjórn, nú hafa Rússar gilda afsökun til þess að afmá leppstjórnina í Kænugarði sem þeir hafa hlíft hingað til https://www.rt.com/russia/575777-peskov-washington-kremlin-attack/
Og fjölmiðlar NATO-landa falsa fréttir óaflátlega; segja Rússa sjálfa hafa gert árás á Kreml; herferð fjölmiðlanna heldur áfram gegn Trump og þeir hafa nú bætt við nýju fórnarlambi, Tucker Carlson, forföllnum afhjúpara https://www.nytimes.com/2023/05/02/business/media/tucker-carlson-text-message-white-men.html
Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.