Svaml um EES
28.4.2023 | 13:20
Lög Evrópusambandsins, sem það ákveður að gildi í EES-löndum, verða æ fleiri, flóknari, óskiljanlegri og kostnaðarsamari fyrir litla þjóð. Nú ætlar utanríkisráðfrúin að láta Alþingi halda áfram að útvíkka og rimpa í EES samninginn með því að setja sérstök ný lög til að tryggja að ESB-lög séu æðri íslenskum lögum:
-"Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað-".https://www.althingi.is/altext/153/s/1392.html Í íslenskri þýðingu: Svaml um svaml um útúrsnúninga (það er ekki til orðabók um rassbögurnar frá erindrekum ESB).
Þetta er ekki bara svaml heldur vitlaus bókun, hún var svona:
"Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum". Í íslenskri þýðingu: EES-lög eru æðri íslenskum lögum.
ESA (EES-eftirlitið í Brussel) hótar málsókn hlýði Ísland ekki og setji EES-regluverkið ofar íslenskum lögum. Sú hótun er lítilvæg, dómar EFTA-dómstólsins (les EES-dómstólsins) hafa ekki gildi á Íslandi nema stjórnvöld hér láti þá hafa gildi.
Skilji nú hver sem betur getur svamlið og flækjur EES-samningsins, langyrt, ógreinileg og óþörf eða skaðleg fyrirmæli í stíl gömlu einveldisþjóða ESB, þau henta Íslandi ekki og verða stöðugt þyngri baggi.
Athugasemdir
Ekki ofar heldur framar.
Þegar tvenn lög rekast á þarf skera úr um hvor skuli gilda framar hinum. Það setur hvorug lögin "ofar" hinum.
Þetta á við hvort sem lögin eru séríslensk eða byggð á EES.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.4.2023 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.