Meiri EES-hömlur
16.4.2023 | 13:06
Ísland fékk yfir sig bankaregluverk ESB/EES strax 1994, það var svo magnað að íslensku bankarnir bólgnuðu út í ESB og sprungu svo í loft upp í faðmi þess þegar Bretar gerðu árás 15 árum síðar.
Við erum enn í kremjandi faðmi EES/ESB, bankakerfinu er stjórnað með regluverki ESB, hömlur og skriffinnska versna dag frá degi og munu enda eins og í ESB með stöðnun og afturför.
Nú á Alþingi að stimpla enn ein EES-lög um "sjálfbærar fjárfestingar", kekkjagrautur sem setur enn meiri hömlur á uppbyggingu. "Sjálfbærni" í draumaveröld Brussa er unnin upp úr undirmálsvísindum og hjátrú og kemur af stað fjársóun í vond verkefni eins og vindmyllur, sólarpanela og eldsneytisverksmiðjur sem verða baggar á almenningi. Enda fara Þjóðverjar ekki eftir Brussa-dillunum, þeir auka bara kolanámið og hunsa skrækina í grænjöxlunum. https://edition.cnn.com/2023/01/14/europe/lutzerath-germany-coal-protests-climate-intl/index.html
Lagafrumvarpið er svo vitlaust að eitt "umhverfisvænsta" fyrirtæki Norðurhvelsins, Landsvirkjun, sér fram á að sökkva í sektir og vill fá frest! https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-639.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.