Brókun 35

brókunpexels-photo-3845270Okkar undirlægjur í ríkisstjórn ætla nú að láta Alþingi samþykkja sérstök lög um að ESB-tilskipanakraðakið sé æðra lögum landsins (sbr. bókun 35 við EES) sem hefur ekki verið lögfest sérstaklega enda var EES samþykkt með þeim fyrirvara að Ísland setti sín lög þó í framkvæmd hafi Alþingi hingað til "innleitt" allt EES-kraðakið.

En okkar stjórnvöld hafa þó stundum þrjóskast við, til dæmis kom fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Frjáls lands að hætt hefði verið við að breyta lögum (2020) til þess að ESB-fyrirtæki fengju sama aðgang að orkuauðlindum landsins og íslensk orkufyrirtæki þar til þjóðréttarlegar skuldbindingar væru ljósari.

En nú er sú hætta yfirvofandi að okkar leiðtogar ætli að gefast endanlega upp fyrir hótunum Brussa (kallast ESA og er skrifstofa sem passar að við gegnum ESB) og lögleiði sérstaklega að Ísland hlýði örugglega EES-löggjöf Evrópusambandsins!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband