Málfrelsið og Mbl.

mblimages-"Það er margur óþverrinn sem birtist á bloggi Morgunblaðsins - og yfirleitt aldrei neitt sem vitglóra er í - Moggabloggið er alger ruslakista-".

Þetta segir einn af blaðamönnum RÚV, sá sami og hefur rekið spjallþætti á RÚV. Fyrir einum 15 árum fjölluðu þeir mikið um Hrunið og afhjúpuðu sig þá sem ruslakista skoðana sama fákunnuga fólksins sem fékk að japla aftur og aftur um "að taka upp evru" eða "ganga í ESB" eða "Kúbu norðursins".

Fjölmiðill þjóðarinnar, RÚV, er því miður orðinn gróðrarstía áróðurs, óhróðurs, bábilja og tískumála og fjallar sjaldan hlutlaust og sannferðugt um mikilvægustu málefni sinna eigenda, Íslendinga. Þetta er þeim mun alvarlegra nú þegar stórveldastríð er hafið og áróðurvélar ganga á yfirsnúningi til að mata okkur á blekkingunum.

Það er sótt að málfrelsinu úr mörgum áttum. Mbl og Morgunblaðið standa staðfastlega á sinni stefnu um frjálsa og opna umræðu, það eru síffellt færri sem gera það. Vitglórufólkið getur skrifað sinn óþverra við bloggin yfirleitt án hömlu.

Takk fyrir staðfestuna Morgunblaðið og Mbl

Friðrik Daníelsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband