Verkfæri Satans
5.4.2023 | 16:31
Ný lög um leigubílaakstur eru skollin á landsmönnum. Þau henta illa á Íslandi eins og annar óvitaskapur ættaður frá Brussel. https://www.althingi.is/lagas/153a/2022120.html
"þetta var eins og aprílgabb" segir Daníel O. Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, en ný heildarlög um leigubílaakstur tóku gildi 1. apríl sl. Lögunum er ætlað að auka frelsi á leigubílamarkaðnum og færa hann til nútímans (þetta er svipuð afsökun og oft fylgir tilskipunum gáfnaljósanna í Brusssel). "Lagabreytingin er algjör lögleysa - þetta er bara verkfæri Satans-"
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/03/leigubilstjorar_i_algjoru_uppnami/
í Noregi hafa menn verið að berjast við óreiðuna í leigubílageiranum sem þessi Brusselsleva hefur valdið. En þora lítið að gera, eru hræddir við Brussabáknið, sérstaklega að ESA (eftirlitsskrifstofan í Brussel sem passar að Ísland, Noregur og Liechtenstein hlýði ESB) fari í mál. https://neitileu.no/aktuelt/taxihavari-med-eos En í raun er það óþarfa rolugangur, Noregur eða Ísland, og norsk og íslensk fyrirtæki, þurfa ekki að hlíta dómum EES-dómstólsnins (sem ranglega er nefndur EFTA-dómstóllin). Það er einmitt ESA sem hefur verið með derring og hótanir https://www.althingi.is/altext/153/s/0168.html við okkar máttlitlu stjórnmálamenn síðan 2017 og nú þora barbídúkkurnar ekki annað en hlýða.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Athugasemdir
Eru það slæmar fréttir að ný leigubílastöð komi fram á sjónarsviðið? Hefur það aldrei gerst áður?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2023 kl. 17:23
Guðmundur, ég les margt af athygli sem þú skrifar, enda oftast rökfastur, en þarna er ég sammála pistlahöfundi. Ný leigubílastöð spyrð þú. Ef Uber eða Lyft komast á íslenzka markaðinn gerbreytist hann. Af hverju ekki að vernda rótgróin fyrirtæki eins og Hreyfil sem flestir eru ánægðir með?
Að vísu sýnir DV frétt frá 2022 að meirihlutinn vill fá Uber til Íslands.En við erum að þróast æ lengra í þetta samfélag stórborganna erlendis þar sem fólk er einmana og eitt heima hjá sér og borgar fyrir allskyns þjónustu. Það má nú efast um að það sé gott mál. Þeir lægst launuðu hafa auk þess ekki efni á þannig lífsstíl.
Mér finnst gott að reyna að halda í rótgróin fyrirtæki.
Ingólfur Sigurðsson, 5.4.2023 kl. 23:45
Þrátt fyrir lagabreytinguna þarf áfram stöðvarleyfi til að starfrækja leigubílastöð á Íslandi. Þess vegna er engin hætta á innkomu Über því það samræmist ekki viðskiptalíkani fyrirækisins sem afneitar því að vera leigubílastöð (þó hún sé það).
Über starfar einfaldlega ekki þar sem þarf að hafa starfsleyfi.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2023 kl. 00:46
Takk fyrir að koma þessu á hreint Guðmundur. Alltaf gott að vita aðeins meira.
Ingólfur Sigurðsson, 6.4.2023 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.