Brusselráðfrú
1.4.2023 | 14:42
sem situr í stól utanríkisráðherra ætlar sér að tryggja að Evrópusambandið ráði því sem það vill og íslenskum lögum verði fleygt þegar koma fyrirmæli frá Brussel -"Ef lagaákvæði sem - innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar-" https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3399 Hún leyfir sér að halda fram í víðáttuvitlausum útúrsnúningum (Mbl 1.4.2023) að -"Alþingi geti eftir sem áður sett ákvæði sem gengur gegn EES-!". Þeir sem einhverja þekkingu hafa á EES-áþjáninni vita að Alþingismenn hafa eldrei þorað að ganga gegn valdboðum Brussel og engar líkur að þeir hafi kjark til þess eftir þetta valdarán.
Spurningar vakna hvaða 63 Barbídúkkur það eru sem sitja í ráðherrastólum og á Alþingi. Milli þess sem þær kasta milljörðunum okkar í ný-nasistíska hryðjuverkamenn, og fara í heimsókn til að faðma þá, vinna þær í að ræna Íslendinga því sjálfstæði sem þeir eiga enn eftir. https://www.frjalstland.is/2023/03/27/utvikkun-ees-samningsins/
Athugasemdir
Mikilvægt er að slíta hluti ekki úr samhengi.
Svona er setningin í heild:
"Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað."
Feitletraði hlutinn þýðir einmitt að Alþingi geti "sett ákvæði sem gengur gegn EES". Það eina sem þarf til þess er að taka það sérstaklega fram.
Það skipaði enginn Íslandi að innleiða bókun 35, heldur var því lofað af hálfu Íslands þegar skrifað var undir EES samninginn fyrir 30 árum.
Til þess þarf Alþingi að samþykkja frumvarpið, vegna þess að enginn annar getur sett íslensk lög.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2023 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.