Hver sprengdi gasleiðsluna?
16.3.2023 | 13:26
Falsfréttamiðlar hafa borið út margar lygasögur um skemmdarverkið á rússnesk-þýsku gasleiðslunni í Eystrasalti. Verðlaunablaðamaðurinn Seymour Hersh, þekktastur fyrir að afhjúpa fjöldamorðin í My Lai og fleiri hryðjuverk Bandaríkjastjórnar, hefur nú afhjúpað skemmdarvargana í Eystrasaltinu. https://seymourhersh.substack.com/p/how-america-took-out-the-nord-stream
Það voru sérhæfðir kafarar bandaríska sjóhersins sem fóru með C4-spengjurnar í Alta-tundurdublaslæðara norska sjóhersins og komu þeim fyrir á gaslögninni eftir leiðsögn norska sjóhersins. Það var svo P8-eftirlitsflugvél norska sjóhersins sem sleppti niður bauju með íkveikisendi sem sprengdi hleðslurnar.
Það var Joe (les Sullivan, Blinken, Nuland og erindrekar heriðnaðarins) sem gaf fyrirskipunina um að eyðileggja Nord Stream, Olaf þýski sagði jamm þó skemmdarverkið tæki frá Þjóðverjum eina helstu uppsprettu þýskrar velsældar síðari tíma, rússneska jarðgasið. Og gáfnaljósin i Brussel sögðu líka jamm!
Hvílíkar vinaþjóðir, bandamenn og verndarar Íslands! Saman í hryðjuverkum gegn Þýskalandi og Rússlandi!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.