Þjóðin sóar fyrirtæki þjóðarinnar
22.2.2023 | 17:53
Landsnet var stofnað af þjóðinni með því að kljúfa fyrirtæki þjóðarinnar. Þjóðarfyrirtækið Landsvirkjun var klofið (og líka flís út úr Rarik og fleiri minni orkufyrirtækjum) og úr þeim búið til raflínufyrirtækið Landsnet sem skorti afl Landsvirkjunar og dröslast nú með slitnar raflínur þjóðarinnar. Allt í samræmi við EES-samninginn.
Og það er meira EES-rugl: Þjóðin afhenti Landsnet orkufyrirtækjum þjóðarinnar, sem Landsnet fékk eignirnar úr, til eignar.
Hægan, það er meira! Þjóðin keypti Landsnet af fyrirtækjum þjóðarinnar sem þjóðin hafði afhent þeim úr fyrirtækjum þjóðarinnar. Og til að fullkomna EES-ruglið er í bígerð að braskvæða Landsnet, afhenda það "fjárfestum" (lífeyrissjóðum, bönkum, bröskurum ofl.) upp í skuld.
Þannig slátra EES og máttlausir landstjórnendur mjólkurkúm þjóðarinnar og lauma gróðanum til gróðabrallara og þjóðin fær svo reikninginn í formi dýrari og stopulli orku úr auðlindum þjóðarinnar (Mbl 22.2.2023)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Athugasemdir
Hér er um alíslenskan gjörning að ræða. Lítið skref en opnun á einkavæðingu. Pólitíkin hefur aldrei fengið umboð til að einkavæða Landsnet frekar en þjóðvegi landsins og hefur ekkert með EES að gera.
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 23.2.2023 kl. 08:44
Til þess var pestar lokunin meðal annars, að skuldsetja ríkið sem mest og til að neyða stjórnsýsluna til að selja mjólkur kýrnar upp í skuldina.
Alþingi og við öll hættum að láta spila með okkur.
Auðvitað munum við að heilu fjölskyldurnar fengu flensu og þótti ekkert skrítið.
Við skiljum einnig að ivermectinið sem drepur öll snýkjudýr niður í micro og nano og fólkið segir að bæti margt bölið er eitur í beinum, hvaða orð á ég að nota, okkar braskarana.
Ef fólkið fer að nota ivermectinið, sem læknar pestina, marga pestina, þá má ekki sprauta óprófuðu lyfi í fólkið.
Einnig gæti salan á kláðatúpunni sem trúlega selst í milljörðum, minnka og þá fæ ég hlutabréfa eigandinn minna.
Ég þarf að lifa.
Muna vel, það var engin skuld.
Egilsstaðir, 23.02.2023 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 23.2.2023 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.