Evrugildran
18.2.2023 | 17:29
Þjóðir geta sameinast um gjaldmiðil ef efnahagslegar og kerfislegar forsendur leyfa, einföld og sígild þekking um það hefur verið til lengi. Fávísir menn vildu láta Ísland "taka upp evru" í Hruninu, og sumir enn, það hefði þýtt að ESB-seðlabankinn í Frankfurt hefði tekið peningamálastjórnina yfir, þ.m.t. réttinn til penngaútgáfu. Íslendingar hefðu þar með misst stjórn á efnahagsmálum landsins. ESB-seðlabankinn stjórnar að mestu eftir hagsmunum stærstu landa ESB
Það vantar allar helstu forsendurnar fyrir að Ísland geti tekið upp evru.
Af 50 Evrópulöndum hafa 31 eigin lögeyri, 19 af 28 ESB löndum hafa tekið upp evru.
Evran hefur valdið efnahagshrörnun í sumum evrulöndum, þeim gekk yfirleitt betur með efnahagsmálin áður en evran var tekin upp. Áköll um að leysa evrusvæðið upp koma frá fræðimönnum og hagsmunaaðilum. https://www.ft.com/content/35b27568-f734-11e9-bbe1-4db3476c5ff0
https://dailynewshungary.com/governor-of-hungarys-central-bank-introducing-the-euro-was-a-mistake/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2023 kl. 03:31 | Facebook
Athugasemdir
Eitthvað á Viðreisnarlið og þá sérstaklega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður þessa "sértrúarsafnaðar", erfitt með að skilja það að gjaldmiðill hver sem hann er hefur ekki sjálfstæðan vilja, heldur eru það stjórnmálamennirnir, sem stjórna efnahagslífinu, ÞANNIG AÐ KRÓNAN Á ENGA SÖK Á SVEIFLUM Í EFNAHAGSLÍFINU HÉR Á LANDI. Ég man ekki betur en að tjáð Þorgerður Katrín hafi nokkru sinni verið ráðherra í ríkisstjórn Íslands og þá dásamaði hún krónuna. ER EKKI HÆGT AÐ SEGJA AÐ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR SÉ EINN MESTI TÆKIFÆRISSINNI SEM SETIÐ HEFUR Á ALÞINGI????
Jóhann Elíasson, 20.2.2023 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.