Ríkisstjórnin í sjálfstæðisbaráttu

skjaldarmerkiNú eiga flugfélög á EES-svæðinu, Icelandair þar á meðal, að borga hærri koltvísýringslosunragjöld fyrir ferðir til Vesturheims gegnum Keflavík en flugfélög sem fljúga beint frá ESB vestur. https://www.europarl.europa.eu/news/en/press-room/20221205IPR60611/fit-for-55-deal-on-more-ambitious-emissions-reduction-for-aviation (atriði þessarar samþykktar sýna hve þing og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er veruleikafirrt og föst í bábiljum og draumórum).

Ríkisstjórnin sér fram á að Ísland missi niður Vesturheimsflugið gegnum Keflavíkurflugvöll og að einangrun Íslands úti í hafi aukist. Hnignun Keflavíkurflugvallar blasir við https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/02/09/ottast_einangrun_og_hota_neitunarvaldi/

Losunarkerfi ESB (kallað ETS) kom upprunalega 2012 en þá voru sett ein verstu ESB-lög sem Alþingi hefur sett en íslensk stjórnvöld ákváðu að vera með í "samfloti" við ESB í loftslagsmálum vegna EES-samningsins. Það voru slæm og óþörf mistök, EES var ekki um loftslag. Samkeppnisstaða flugfélaganna hér versnaði með ETS og mun nú versna enn til muna ef nýju reglurnar ganga í gildi hér (Icelandair borgaði um 3 milljarða í kerfið 2012-2019)

Ríkisstjórnin biður ESB um undanþágur og hótar neitunarvaldi, það yrði í fyrsta skiptið í 29 ára sögu EES sem íslensk ríkisstjórn hafnar valdboðum Evrópusambandsins vegna EES. Með þessum tilþrifum ríkisstjórnarinnar er vonandi að hefjast nýr kafli í sjálfstæðisbaráttu smáþjóðarinnar. https://www.frjalstland.is/2021/01/13/ees-adildin-kostar-idnadinn-og-flugid-storfe/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband