Heimurinn breyttist 2022
31.12.2022 | 16:35
Drottnun gömlu hervelda Vesturlanda, Bandaríkjanna, Evrópusambandslanda og Bretlands, yfir heimsbyggðinni gekk á vit sinna endaloka á árinu 2022. Samningssvik, efnahagsþvinganir og hernaðarafskipti vöktu andstöðu stærsta hluta heimsbyggðarinnar.
Sjálfstæðar þjóðir heims eru farnar að taka sig saman í bandalög um fjölþættari samvinnuleiðir þar sem hótanir, svik, ofbeldi, hernaður og landvinningar hervelda Vesturlanda ráða ekki för.
Dollarinn einokar ekki lengur heimsviðskiptin, því miður of seint fyrir alla þá sem herveldin hafa drepið.
Vitfirring Vesturlanda um að banna jarðefnaeldsneyti strandaði á sandströnd Sinai.
Skerðing Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda margra landa á frelsi borgaranna í "alþjóðlegum" málum (s.s. "loftslagsmálum" og Covid) er nú byrjað að afhjúpa og greina.
Afhjúpun áróðurs og lygaherferða er hafin, nýr eigandi eins af samfélagsmiðlunum hefur vakið almenning. Endurreisn skoðanafrelsis er komin af stað.
Heimsforusta hernaðarvelda Vesturlanda og "alþjóðastofnana" þeirra er að renna sitt skeið á enda.
https://www.frjalstland.is/2022/07/31/vesturlond-glata-forustuhlutverkinu/
Gleðilegt ár!
Bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.