Á fölskum forsendum
29.12.2022 | 15:39
Jólastússið var erfitt, allstaðar umferðateppur þó nóg landrými sé fyrir götur og verkfræðihönnun umferðakerfisins geti eytt stíflunum.
Bíllinn er langbesta samgöngutækið, hann kemst alveg frá heimadyrum á áfangastað á mettíma (ef gatnakerfið er í lagi) án þess að farþegar þurfi að eyða tíma í labb og húk í biðskýlum í kuldanum og fá kvef og detti í hálkunni.
Bíllinn eykur lífsgæði, hagkvæmni og þægindi.
Bíllinn er umhverfisvænsti og afkastamesti ferðamátinn ef umferðakerfið er rétt hannað. Bensín- og díeselbílar eyða lítilli orku, eru léttir og rífa ekki upp mikið göturyk og pústa ekki út miklu af hættulegum lofttegundum og eru endurvinnanlegir.
Útrýming einkabílsins er byggð á fölskum forsendum og andstæð vilja og hagsmunum landsmanna.
Herferðin gegn bílnum kemur hingað frá Evrópusambandinu með EES-tilskipunum eins og aðrar vitfirringar í "loftslagsmálum".
Tvö dæmi sem sett voru í íslensk lög Nr 40 2013 um endurnýjanlegt eldsneyti:
https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:32009L0028&from=en
https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:32015L1513&from=EN
Lögin eru samin og samþykkt af fólki sem ekki skilur grundvallar eðlislögmál, eldsneyti er ekki hægt að endurnýja en það er hægt að gera eldsneyti úr t.d. jurtum sem spretta af fræjum og útsæði og endurnýja jurtastofninn þannig.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.