Grænlandsverslun

grænlandpexels-photo-13946974Landstjórn Grænlands og ríkisstjórn Íslands skrifuðu undir samstarfssamning í gær. Auka á samvinnu í rannsóknum og háskólastarfi m.a.  (Fréttablaðið 14.10.2022). Samskipti Grænlands og Íslands eru mikilvæg og hafa áður verið mikilvæg, allt frá Þjóðveldisöld og Söguöld þegar auður Grænlands náði til Vesturlands þar sem þróaðist sögumiðstöð Norðurálfu.

Grænlendingar ætla að nýta sína aðstöðu og auðlindir til uppbyggingar. Þeir vilja nýta verðmæt efni í jörðu, málma og olíu, sem getur líka skipt efnahagsstarfsemi Íslands miklu ef samvinna er góð. Hægt gengur að gera fríverslunarsamning milli Íslands og Grænlands, EES-aðild Íslands gerir slíkan samning hálfmarklausan en það stendur vonandi til bóta.

Grænlenskir stjórnmálamenn eru ekki útþynntir og firrtir af áróðri og blekkingum eins og leiðtogar Vesturlanda margir. Þeir hafa sýnt kjark og vit og standa með báða fætur á jörðinni staðfastir í að berjast fyrir hagsmunm síns lands. Grænland var fyrsta landið sem gekk úr Evrópusambandinu. Grænland er ekki í EES. Grænland er ekki aðili að Scehngen. Grænlendingar hafa því gott svigrúm til að byggja upp sitt land.

https://www.frjalstland.is/2021/05/19/island-tharf-adv-vinna-med-graenlandi/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband