Klósettpappírsskortur í ESB
28.8.2022 | 14:28
Orkukreppa ESB, orsökuð af græna óráðsfálminu, getur leitt til minni framleiðslu á klósettpappír. Martin Krengel, formaður félags þýskra pappírsframleiðenda, segir þá háða hagkvæmu jarðgasi í sinni framleiðslu. Þjóðverji notar að meðaltali 134 rúllur af klósettpappír a ári.
https://www.azerbaycan24.com/en/germans-warned-of-toilet-paper-shortage/
ESB bannaði fyrr á árinu, af alkunnri stjórnvisku sem Íslendingar þekkja af EES-samningnum, kaup á hagkvæmasta jarðgasinu. Bannið hefur gert orkukreppuna enn dýpri, ESB-aðilar vilja ekki kaupa gas frá dýrari birgjum en Rússum.
Stjórnviska ESB kemur sér nú vel. Það þyrfti að búa til tilskipun um klósettpappírsnotkun ESB-þegna svo hamfarahlýnunin fari ekki úr böndunum. Að fara á klósettið samkvæmt nýrri reglugerð getur orðið tímafrekt.
Græna óráðið hefur nú varað í 3 áratugi, nýjasta trúarjátning ESB heitir "Green deal" https://ec.europa.eu/info/strategy/priorities-2019-2024/european-green-deal_en
að sjálfsögðu hermt eftir mistakastjórninni í Bandaríkjunum. Innihaldið er sömu draumórarnir og áður sem hafa þegar valdið orkukreppu, lokun hagkvæmra orkuvera og uppsetningu óhagkvæmra orkuvera, vindmylla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.8.2022 kl. 11:55 | Facebook
Athugasemdir
Vonandi græða vinir okkar Pólverjar íslendingar hafa keypt toilet BIDE í Pólandi sem skolar botn þess sem losar úrgang sinn í það sem ég kalla venjulegt,engrar klósettrúlla er þörf.
Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2022 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.