Óráðherra?
11.7.2022 | 23:04
Moggi (11.7.2022) hefur eftir Þórdísi: "Viðskipti við Rússland ekki verið af hinu góða"
Rússland bjargaði Íslandi frá efnahagshruni eftir fjandsamlega efnahagsárás NATO-ríkis árið 1952. Rússar keyptu íslensku vörurnar handa almenningi og seldu okkur olíuvörur allt þar til EES-ruglið skall á 1994. Hagstæð, smurð og snurðulaus viðskipti í 40 ár. Viðskipti við Rússland héldu áfram allt til vors 2014 að Ísland fékk fyrirmæli frá ESB/NATO, byggð á lygum, um að setja viðskiptabann á Rússland.
Það þarf að koma ábyrgð á stjórnmálaflokka, sem treyst er fyrir ráðherrastólum, að þeir sjái til þess að þeirra fulltrúar hafi lágmarks þekkingu og verði marktækir og upplýstir og fari ekki með óráð um málefni íslenskrar þjóðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 13.7.2022 kl. 11:14 | Facebook
Athugasemdir
Mann setur hljóðan yfir þessari vanþekkingu og ekki hægt að kenna gullfiska-minninu um. Stúlkan veit greinilega ekkert um utanríkisviðskipti Íslands fyrir hennar tíð í ráðuneytinu. En helst er að sjá að undirbúningur fyrir ráðherrastól utanríkis sé NATO manúallinn. Svo traustvekjandi sem það plagg nú er.
Ragnhildur Kolka, 12.7.2022 kl. 18:57
Já takk fyrir Ragnhildur ég las þetta oftar en tvisvar án þess að botna í því.Átti von á hreinskiftara svari m.a.vegna viðskiptabannsins við Rússa.
Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2022 kl. 06:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.