Í slæmum félagsskap
26.6.2022 | 14:41
Margir þjóðarleiðtogar hafa áttað sig á að ESB er slæmur félagsskapur. Kína og Indland styðja ekki stríðsrekstur ESB og NATO gegn Rússlandi. Forseti Serbíu, sem hefur orðið fyrir manndrápum NATO, Aleksandar Vucic, segir að ESB sé í beinu stríði við Rússland og hugsi ekki um annað.
Utanríkisráðherra Rússlands, sem á traust margra Íslendinga, segir ESB og NATO, með því að gera Úkraínu og Moldovu að umsóknarríkjum, að reyna að koma saman bandalagi til að berjast við Rússland svipað og Nasistar reyndu gegn Ráðstjórnarríkjunum fyrir Seinni heimsstyrjöldina.
Vegna EES-samningsins hefur Ísland dregist inn í stríðsrekstur ESB og NATO og tekið þátt í viðskiptabönnum og vopnaflutningum. Það er mikið áhyggjuefni velviljuðum Íslendingum að landið sé komið í félagsskap stríðsæsinga.
https://www.frjalstland.is/2022/05/31/evropusambandid-hervaedist/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.