Harmaáætlun með vindmyllur
24.6.2022 | 12:19
Alþingi er búið að vera að kúgast yfir harmaáætlun (eða var það rammaáætlun) sem setur hömlur á nýtingu auðlinda en loftslagsráðherra var sáttur.
Forsætisráðherann bjargar orkumálunum, hún ætlar að fá arð af vindmyllum: "-strax þyrfti að setja ramma um hvernig arður af vindorku rynni til þjóðfélagsins-" (Rúv 17.6.2022). Engu þjóðfélagi hefur tekist að fá arð af vindmyllugörðum, aðeins kostnað og umhverfisspjöll.
"Græna" vitfirringin er á batavegi og ESB farið að auka kolabrennslu.
Nú er auðvelt að ljúga orkukreppu Vesturlanda upp á Rússa en hún stafar af rangri orkustefnu síðustu áratugi. Verðhækkun á gasi og olíu í ESB í ár varð meiri en ella vegna þess að ESB skaut sig í fótinn með viðskiptabönnum á besta birgjann.
https://www.frjalstland.is/2022/06/22/rammaaaetlun-vindmyllur-og-kol/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.