Meiri falsfréttaflutningur
19.6.2022 | 19:42
Færri og færri treysta fréttadagskrám meginfjölmiðlanna, þetta kom í ljós í nýrri rannsókn Reuters. Falsfréttaflutningurinn, og ekki síst þöggun frétta sem ekki samrýmast skoðunum miðilseigandans, hefur breiðst út og aukist hratt.
Vaxandi fjölda fólks finnst fjölmiðlarnir undir óeðlilegum stjórnmálaáhrifum. https://www.reuters.com/business/media-telecom/more-people-are-avoiding-news-trusting-it-less-report-says-2022-06-14/
Eftir að vopnuðu átökin hófurst í Úkraínu 2013 hefur fréttaflutningurinn þaðan orðið æ hlutdrægari og eftir íhlutun rússneska hersins 2022 hefur hann náð nýjum hæðum í rangfærslum og yfirhylmingum.
Margir meginfjölmiðlar Vesturlanda, ekki síst Bretlands og Bndaríkjanna, stunda meðvitaðar þagganir og rangfærslur. Bretar hafa stofnað sérstakan verkefnishóp "gegn áróðri Rússa" sem virðist í raun miðstöð rangfærslna um Rússa og átökin í Úkraínu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.