Dýrt umboðsstríð

tank-165449_960_720Það er dýrt að reka umboðsstríð við Rússland. ESB- og NATO-lönd eru þegar búin að eyða mörgum milljarðatugum dala í valdarán, leppstjórn, hergögn, áróður og spillingu í Úkraínu sem rekur stríðið í þeirra umboði. Bandaríkin ætla að bæta 40 milljörðum við, ESB-lönd ætla að senda tugi milljarða og vopn. Þetta eru meiri peningar en Rússar eyða árlega í hervarnir.

Refsiaðgerðir ESB og NATO gegn Rússum eru að setja fyrirtæki í Evrópu í þrot og borgara í fátækt. Áróður NATO- og ESB-landa er orðinn svo uppblásinn og lygarnar svo augljósar að sá hluti almennings sem leitar eftir réttum fréttum er hættur að hlusta á meginfjölmiðlana. Bretar hafa sett upp sérstaka áróðursstöð (lygamiðstöð) gegn Rússum.

Joe og Boris fara hnatthorna í milli og reyna að kaupa sér stuðning við umboðshernaðinn í Úkraínu.  En þungaviktarar, Kína, Indland ofl. brosa að stríðsmöngurunum sem eru orðnir ómarktækir orðhákar. Joe, Boris og Stoltenberg halda stríðsæsingaræður eins og Göbbels, ungir menn eru tældir til að berjast fyrir frelsið en láta lífið fyrir valdagræðgi ESB og NATO nema Rússarnir leyfi þeim að gefast upp.

Rússarnir koma nú vörnum við fyrir landa sína í Austur-Úkraínu en lepparnir í Kænugarði voru búnir að valda dauða 14000 manns þegar Rússarnir komu til hjálpar fyrir 3 mánuðum.

Blóðuga valdaránið í Úkrainu

bloggið skrifar Friðrik Daníelsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband