Finnafirra
15.5.2022 | 15:49
Hvað kom fyrir Finna, sjálfstæðu, óháðu friðelskandi skógarþjóðina? Ekki var það Koskenkorva, það er orðið of dýrt. Svo það er aðeins ein líkleg skýring: Húsbændurnir, Evrópusambandið (maríónettur NATO), lætur boð út ganga um hernaðaruppbyggingu þó markmiðið með stofnun ESB hafi verið að sameina stríðsþjóðirnar í friðsamlega samvinnu. ESB og NATO eru búin að telja sjálfum sér trú um að nú þurfi virkilega að hervæðast gegn Rússlandi sem þeim hefur tekist að egna í hernað með svikum, lygum og valdaráni
Gömlu herveldi ESB sem stjórna sambandinu reyndu að leggja Rússland undir sig oft áður án árangurs en drápu nokkra tugi milljóna manna í leiðinni.
Finnar eru orðnir gleymnir. Þegar Þjóðverjar óðu síðast yfir báðu Rússar Finnana um skika undir landvarnir. Finnar sögðu nei sem varð til þess Rússarnir tóku skikana með byssum (finnska vetrarstríðið 39/40) en létu svo Finnana í friði.
Nú ætlar finnsk ríkisstjórn að endurtaka mistökin frá 1939 og hunsa Rússana: Ganga í klúbb stríðsmangara og vopnaframleiðenda sem stefna að því að leggja Rússland undir sig. Meira að segja hefur einn stríðsmangarinn, forsætisráðherra Breta, mætt og gert "samninga" við Finna og Svía um að "verja" þá fyrir Rússum (Bretar mundu tala þýsku nú ef Rússar hefðu ekki bjargað þeim)
En það er einn leiðtogi NATO-lands sem líst ekkert á að fá Finna og Svía í NATO. Tyrklandsforseti segir að löndin séu skálkaskjól hryðjuverkamanna. En kannske vill hann bara bjarga Finnum og Svíum, hann þekkir NATO betur en aðrir og veit að það er ekkert varnarbandalag lýðræðisins.
Við hér á Klakanum getum ekkert gert nema þegja og vona að Rússar láti okkur ekki gjalda aust-norrænu gleymskunnar. Við erum langt í burtu en þvældumst í sakleysi með í NATO í byrjun.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 16.5.2022 kl. 12:39 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú meira bullið !
Þórhallur Pálsson, 15.5.2022 kl. 20:42
Íslendingafirra.
Theódór Norðkvist, 15.5.2022 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.