Einkabíllinn bestur
12.5.2022 | 16:27
Ert þú farin að hlakka til að fara með borgarlínunni?. Það verður nóg pláss, langir harmoníkuvagnar sem fáir vilja fara með, þú hefur mörg sæti að velja úr. Sætanýtingin er nokkur prósent, yfirleitt nokkrar hræður í vögnunum. Þeir fá sérstakar götur svo þú blússar fram úr umferð almúgans sem situr fastur í umferðateppum af því að það er búið að taka af þeim akreinar undir borgarlínuna. Þú hefur gaman af að keyra um en brogarlínan skilar þér aldrei heim eða á áfangastað, bara í biðskýli. https://borgarlinan.is/
Einkabíllinn hefur verið borinn röngum sökum af trúarfrömuðum og skipulagsnefndum byggt á vanþekkingu eins og venjulega.
Einkabíllinn hefur kosti sem engin önnur samgöngutæki hafa: Hann skilar þér i öllum veðrum með öryggi alla leið frá upphafsstað á áfangastað milliliðalaust á mettíma fyrirhafnarlítið með litlum kostnaði. Engin tímasóun, ekkert stress, ekkert kvef af að bíða í biðskýli, ekkert labb yfir umferðagötur, lítil mengun, lítið vegaslit, engar tafir (þú lendir reyndar í stoppi þar sem borgaryfirvöld hafa ekki staðið sig við að hafa götukerfið í lagi). Einkabíllinn er kominn með góða útblásturshreinsun og léttir bensínbílar hleypa ekki upp miklu ryki (sem er hættulegasta mengunin). Í lítilli vindbarinni borg eins og Reykjavík er einkabíllinn besti, umhverfisvænsti og afkastamesti umferðamátinn. Allflestir vilja eiga einkabíl þó yfirvöld skattpíni bílaeigendur og þykist vera að vernda umhverfið.
Sumir umhverfistrúðar vilja láta okkur ferðast á rafskutlum eða hjólum sem eru yfirleitt stórhættulegar slysagildrur sem íþyngja heilbrigðiskerfinu.
Athugasemdir
Sammála.
Björn. (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.