Sölumenn dauðans
8.4.2022 | 18:46
NATO og ESB láta stjórnvöld Íslands taka þátt í að útvega vopn til leppstjórnar sinnar í Kænugarði. Vopn! Vopn! Vopn! æpa leikararnir. https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/07/oskar_eftir_fleiri_vopnum/
Washington, þaðan sem Úkraínu er stjórnað, ásamt með Bretum og fleiri NATO-meðlimum, setur milljarða í að kynda blóðuga leiksýningu í Úkraínu sem er til þess að útvíkka svæði ESB og NATO og útmála Rússa sem skrímsli. Útþensla NATO og ESB örlagarik mistok
Okkur ber engin skylda til að handlanga vopn til útvíkkunar ESB og NATO. Okkur ber engin skylda til að vopna vígamenn Úkraínustjórnar við Azovshaf. Okkur ber engin skylda til að útvarpa óstaðfestum fréttum fjölmiðla í ESB og NATO og falsfréttum af sprengingum járnbrautarstöðva og fæðingardeilda sem klínt er á rússnesku skrímslin.
Okkur ber engin skylda til að auka gróða vopnaframleiðenda og útvega vopn til að valda drápum meðal okkar dyggu stuðningsmanna sem studdu okkur gegn ofbeldi NATO-ríkja í landhelgisstríðunum. Okkar stjórnvöld þurfa að telja í sig kjark og haga sér eins og menn. "Vopnlausa þjóðin" á að biðja okkar bandamenn í ESB og NATO að hætta afskiptum af Úkraínu og aflýsa innlimunartilraunum, þá er hernaðaraðgerðum sjálfhætt.
Sölumennska dauðans spillir orðspori vopnlausu þjóðarinnar, ekki síst hjá vinaþjóðum.
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 9.4.2022 kl. 00:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir með þessu áliti þínu, því stöðugur algjörlega einhliða áróðurinn gegn Rússum slær öll fyrri met.
Ég er persónulega orðinn svo tortrygginn á þessu herrans ári 2022, að ég treysti einungis myndskotum á borð við það sem Julian Assange kom í dreifingu með afdrifaríkum afleiðingum fyrir hann sjálfan, svo öfugsnúið sem það kann nú að hljóma.
Það vill til að farsímar eru algengir í Austur-Evrópu þannig að einhver myndskot af ódæðunum Rússa hljóta líka að finnast, til að afsanna allar mögulegar getgátur um svokallaðar fake news.
Jónatan Karlsson, 9.4.2022 kl. 17:22
Hvort ég geri einnig Jónatan auk þess opna ég aldrei fyrir fréttir þess sem samherjar mínir kölluðu DDRÚV í Icesave deilunnu.
Ríkisstjórn Íslands hefur brotið á Íslendingum og sumt er álitamál hvort varði við lög,eins og að ljúga sitjandi forsætisráðherra til viðtals í ráðherrabústaðnum við háttsettan sænskan (lyga þvæla)og þeir gera ráðhr. upp óheiðarleika sem ekki er fótur fyrir.Ruv allra landsmanna var notað við verknaðinn,skömm hvernig það er notað.
Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2022 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.