Hervæðing á ný

napoleon-4114403_960_720Gömlu stríðsveldin í Evrópu, sem hafa drepið milljónir Rússa annað slagið á siðustu öldum, hafa nú fengið kærkomna afsökun fyrir að hervæðast á ný. Þau segja hættu á að Rússar ráðist á V-Evrópulönd! Gamla kaldastríðslumman sem ekkert var á bak við.

Rússar hafa aldrei sýnt áhuga á að ráðast á V-Evrópulönd að fyrra bragði þó þeir hafi rekið drápssveitir stríðsvelda V-Evrópu til baka þegar þær hafa birst á þeirra skika.

ESB-lönd ætla að stórauka hernaðarframlög. Frakkar ætla að auka framlögin og Þjóðverjar ætla að tvöfalda, eyða 112 milljörðum dollara á þessu ári (Rússar eyða um 67 milljörðum dollara á ári).

Við þessar fréttir er erfitt að verjast minningum um frásagnirnar af Rússlandsheimsóknum evrópsku stríðsveldanna 1812 of 1941. Og mestu manndrápum mannkynssögunnar.

Noregur, sem er í EES, er orðinn aðili að ESB-hernaðarsamstarfinu (EU Defence Fund, EDF) ætlar líka að eyða meir í hernaðarbrölt. Hættan vex að Ísland, "vopnlausa landið", dragist með í vopnaskak gömlu stríðsveldanna vegna EES-samningsins.

https://breakingdefense.com/2022/03/seven-european-nations-have-increased-defense-budgets-in-one-month-who-will-be-next/

bloggið skrifar Friðrik Daníelsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ástæðan fyrir því að Rússland hefur ekki ráðist á V-Evrópu er að löndin hafa staðið saman í Nató og þeir hafa ekki þorað því.

Rússland er engan veginn saklaust fórnarlamb sem allir vilja ráðast á. Stalín drap 6 milljónir af eigin borgurum, þar af 4 milljónir Úkraínumanna. Síðan skilur fólk ekkert í því að Úkraínumenn séu engiar aðdáendur Rússlands.

Stalín var nú ekki meira í nöp við Þýskaland nasismans en að hann gerði bandalag við Hitler og vonaðist síðan til að þeir myndu skipta Evrópu á milli sín að stríðinu loknu.

Hvorugur af þessum blóðþyrstustu fjöldamorðingjum 20. aldarinnar virti gerða samninga, ekki frekar en Pútín núna og Hitler sveik auðvitað Stalín. Sumir segja með góðum rökum að Stalín hafi verið verri stríðsglæpamaður en Hitler, en slapp af því hann var í sigurliðinu.

Theódór Norðkvist, 30.3.2022 kl. 20:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt veist þú Theódór,sálreinir milljóna þjóðir og fólk-(líklega almenningur)- skilur ekki að þessar bræðaþjóðir fallast ekki í faðma eftir að harðstjóri þeirra er allur.Pirrandi þessi getraun um hvor sé meiri glæpon,voru Rússar ekki að mala Nazana svo þeir völtuðu ekki yfir elskulegu Evrópu. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2022 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband