Rússagrýlan til bjargar
25.3.2022 | 16:50
Leiðtogar ESB og NATO halda fundi í Brussel til þess að samþykkja að Rússar hafi gert "tilefnislausa" árás á Úkraínu og hvernig eigi að egna þá til áframhaldandi bardaga svo vopnaframleiðendur fái gróðann sinn. Samþykkt var að senda leppstjórninni í Kænugarði nóg af vopnum.
NATO hefur verið notað til tilefnislausra árása (Libía, Írak, Sýrland, Serbía) en leiðtogarnir þora ekki í Rússa þó mikil hætta sé á að einhverjir aular í NÝNATO-löndum komist í vopnahreiður NATO og komi af stað styrjöld.
Fundir í Brussel snúast ekki um raunveruleg vandamál sem eru orkukreppa, lífskjararýrnun og innanlandsóeirðir. Leiðtogarnir eru margir frá einhverjum minnihlutaflokkum í gíslingu trúarsöfnuða eða falsfréttafjölmiðla, elliærir kratar eða valdir með aðferðum sem þola ekki dagsljósið. Þeir hafa spillt orkukerfi og iðnaði sinna landa, reist óhagkvæm orkuver, lokað hagkvæmum og sett höft á eldsneyti.
En einmitt um þessar mundir eru íbúar í löndum NATO og ESB að uppgötva í vaxandi mæli að þeir hafa verið hafðir að fíflum.
Rússagrýlan kemur ráðamönnum NATO og ESB til hjálpar. Þeir geta nú, vegna "tilefnislausrar" árásar Rússa á Úkraínu, frestað að svara fyrir sín mistök fram yfir næstu kosningar og kennt Rússum um hækkandi orkuverð og versnandi lífskjör þó þeir sjálfir hafi sett bann á kaup orkugjafa frá Rússlandi! Og rústað orkukerfi sinna heimalanda!
https://www.frjalstland.is/2022/03/07/utthensla-nato-og-esb-orlagarik-mistok/
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.