ESB-strengjabrúður í fjármálaþjónustu

puppet-5926178_960_720Þeim sem muna hvernig faðmur ESB-regluverksins reyndist íslensku fjármálafyrirtækjunum (þegar brown darling setti þau í þrot kl 10:00, 8.10.2008) rennur nú kallt vatn milli skinns og hörunds við að heyra nýjustu kröfur erindreka ESB/EES um að Ísland "sinni sínum skyldum" og hlýði ESB-tilskipunum um fjármálaþjónustu.

Það er ESA, eftirlitsskrifstofan með hlýðni við EES-samninginn, sem hótar nú að vísa "töfum" á innleiðingu 37 tilskipana frá ESB til dómstóls EES, EFTA-dómstólsins. Nafngiftin er í samræmi við lygahefð ESB: "Dómstóllinn" hefur ekki lögsögu í EFTA og reyndar þaðan af síður á Íslandi nema að því marki sem íslenskar undirlægjur vilja láta "ráðgefandi álit" eða aðrar orðsendingar hans gilda hér.

"Frestir Íslands til að tryggja að gerðirnar yrðu hluti íslensks réttar runnu út 3. desember 2019, 1. janúar 2020 og 7. febrúar 2020". https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/03/23/thremur_malum_gegn_islandi_visad_til_efta_domstolsi/

Það er líklega best að leyfa  ESA og "EFTA-dómstólnum", sem dæmir eingöngu eftir lögum frá ESB, að halda áfram að þusa og vona að okkar menn standi í lappirnar.

https://www.frjalstland.is/2018/05/10/esb-dylur-ekki-lengur-asoknina-i-vold-yrir-fjarmalageirunum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband