Hjálpargögn voru vopn
18.3.2022 | 11:37
"Hjálpargögn til Úkraínu voru vopn - mannúðaraðstoðin reyndist vera til að kynda stríð í Úkraínu - við mótmælum harðlega þessari fölsun" segja flugvallarstarfsmenn á Ítalíu sem neituðu að hlaða flugvélina. https://www.usb.it/leggi-notizia/dallaeroporto-di-pisa-armi-allucraina-mascherate-da-aiuti-umanitari-i-lavoratori-rifiutano-di-caricare-gli-aerei-sabato-19-manifestazione-usb-al-galilei-2017-1.html
https://global.ilmanifesto.it/italian-airport-workers-refused-to-load-weapons-bound-for-ukraine/
En það eru akki allir friðarsinnar eins og ítalska verkalýðshreyfingin. Leiðtogar NATO- og ESB-landa keppast við að hella olíu á eldinn í Úkraínu. Bidenstjórnin ætlar að senda 800 flugvélasprengivörpur, 9000 brynsprengjuvörpur, 7000 hríðskotabyssur og auk þess handsprengjuvörpur og riffla.
https://www.cnbc.com/2022/03/16/russia-ukraine-news-biden-details-defense-assistance.html
Sjálfstæðisbarátta Luhansk og Donbas, sem hófst þegar leppstjórn ESB og NATO-ríkja settist að í Kænugarði, hefur kostað 14000 mannslíf og núverandi átök 7000 rússnesk auk þeirra úkraínsku.
Kanada og 19 NATO-lönd ætla að senda vopn, Ísland flugvél. Ef okkar "bandamenn", ESB og NATO, halda áfram að hella olíu á stríðseldinn á landamærum eins mesta kjarnorkuveldis heims gæti farið að verða fjör í kjarnorkuvopnageymslum víða um lönd.
Við þurfum greinilega að verða vandfýsnari með "bandamenn".
https://www.frjalstland.is/2022/03/07/utthensla-nato-og-esb-orlagarik-mistok/
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Athugasemdir
Ertu með einhverjar heimildir fyrir þessum 14.000 andlátum vegna baráttu rússneskra uppreisnarsinna sem þú kallar sjálfstæðisbaráttu?
Theódór Norðkvist, 18.3.2022 kl. 13:20
Þökk fyrir góðan pistil.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.3.2022 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.