Vindhviðuorkuver
16.3.2022 | 13:53
Vindmyllugarðar eru óhagkvæmustu og óöruggustu orkuver sem finnast auk þess að spilla útsýni, meiða fugla og spilla heilsu. Og fæla fiska. Vindmylluorkuverin þurfa jafnstór alvöru orkuver með sér, þau ganga bara stundum. Almenningur þarf að borga undir þau í byggingu, rekstri og niðurrifi. Þau eru ósjálfbær. Stærsti garðurinn, á Dogger Bank, verður óhagkvæmur:
Þriggja áratuga niðurgreiðslur og opinberir styrkir vindorkuvera í Bandaríkjunum hafa ekki gefið af sér sjálfbæra, hagkvæma eða örugga orku. Aðeins rafmagnsleysi, okurverð á orku og umhverfisspjöll.
í ESB er ástandið víða verra, hæstu orkuverð í heimi.
En Gulli og krakkarnir í stofnunum sem eru undir ESB-tilskipununum ætla að undirbúa vindmyllugarða í sjó (Mbl. 16.3.22) enda gerir EES-samningurinn ráð fyrir "grænum orkuverum" sem veldur því að íslensk stjórnvöld, eða bara landsmenn sem vilja óskemmda landsfegurð Íslands, geta trauðla hafnað þeim meðan EES er enn í gildi. Vindmyllurnar verða reistar með fjármálagerningum og eignarhaldi EES-aðila og klámfengnum styrkjum frá íslenskum skattgreiðendum.
Gulli og krakkarnir í ESB-reglustofnununum þurfa að fara að átta sig á að orkuframleiðsla Íslands til frambúðar verður ekki úr vindhviðum heldur fallvötnum og kjarnorku Jarðarinnar, jarðvarmanum. Þau þurfa að fara að undirbúa nýtingu djúpvarmans, við það geta þau öðlast eitthvert vit. Þau mega heldur ekki gleyma að endurræsa rannsóknirnar á gas- og olíusvæðunum úr viðjum bábiljustjórnmálanna.
https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir skoðun þína varðandi óhentugleika vindmylla á Íslandi, sem þú færir ágæt rök fyrir.
Öðru máli gegnir mögulega annarstaðar, þar sem ekki er um aðrar orkulindir að ræða, en eins og mál standa í Evrópu og öðrum iðnaðarsvæðum heimsins, þá er kjarnorkan lang vænlegasti kosturinn.
Eina undantekningin frá skoðun minni á útilokun frá þessari dýru og óskynsamlegu orkuöflun sem vindmyllugarðar eru og verða til frambúðar, væri ef hægt væri að slá tvær flugur í einu höggi, t.a.m. ef byrjað væri að reisa nokkrar myllur í fjörunni við Bakka og síðan bæta við á næstu árum fleirum í átt til Vestmannaeyja í takti við að sandurinn og fjaran skríði fram í áttina til Eyja og þannig flýta fyrir eyðismyndun og landtengingu, eða í raun og veru þeirri þróunn sem t.d. sanddæluskipið í Landeyjahöfn berst nú sorglega vonlausri baráttu gegn - eins og blasir við okkur öllum.
Jónatan Karlsson, 18.3.2022 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.