Við erum friðarsinnar ólíkt ESB
14.3.2022 | 14:20
"Okkar land sendir ekki vopn til Kænugarðs" segir forseti Mexíkó við ESB sem samþykkti skammir á hann. Mexíkó hefur ekki tekið þátt í öfgafullum refsiaðgerðum gegn Rússlandi eins og fylgisveinar ESB og NATO.
"Mexíkó er land friðarsinna, við styðjum viðræður, ekki stríð, við sendum ekki vopn til hvaða lands sem er undir hvaða kringumstæðum sem er"
Meginástæða ófriðarins í Austur-Evrópu er landvinningastefna gömlu herveldanna til austurs og svik ofan á svik við Rússland. Útþensla NATO og ESB örlagarík mistök. Leppstjórnin í Úkraínu hefur einnig svikið sína helstu samninga. En ESB gefur ekkert eftir, landvinningarnir skulu halda áfram þó þeir valdi blóðsúthellingum. ESB notar sínar venjulegu aðferðir; hótanir, útilokanir og blekkingar. Í staðinn fyrir að hætta við útþensluna og biðjast afsökunar fyrir týnd mannslíf, sem mundi stöðva stríðið án tafar, sendir ESB vopn til átakasvæðisins og æsir fólkið til að berjast sem eykur á manndrápin og hörmungarnar. Slíkt framferði kallast stríðsæsingar.
Lopez Obrador blöskrar, hann hefur nú afhjúpað ESB eftirminnilega.
https://www.toronto99.com/2022/03/13/president-says-his-country-is-pacifist-unlike-eu/
https://hiindia.com/2022/03/13/president-says-his-country-is-pacifist-unlike-eu/
bloggið skrifar Friðrik Daníelsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 15.3.2022 kl. 17:31 | Facebook
Athugasemdir
Forsetinn segir að Mekíkó sé ekki lengur land landvinninga. Jú, með því að eyðileggja sitt eigið þjóðfélag og sturta hverri flóttamannaflóðbylgjunni af annarri til Bandaríkjanna.
Það er hægt að ráðast inn í lönd með öðrum vopnum en skriðdrekum og vélbyssum, t.d. eigin offjölgun í landi sem hefur gjörsamlega mistekist að brauðfæða íbúa sína. Það sagði Gaddafí einnig. Já og brjóta líka mannréttindi í stórum stíl, þrátt fyrir að forseti Mexíkó reyni að halda öðru fram.
Theódór Norðkvist, 14.3.2022 kl. 23:15
Sæll Theodor og takk fyrir seinast!! Þetta er að mínu mati laukrétt hjá Mexíkó,um leið minni ég á að ESB nýtir sín vopn fjölmiðlana til að egna aðra með drápstólum til stuðnings leppríki sem enga samninga halda.. - Að ráðast a lönd með því að beita offjölgunar vandamálum inn á önnur þekkjum við vel hér heima og er liður í að eyðileggja það sem fyrri kynslóðir þræluðu fyrir og ætluðu afkomendum sínum að njóta.
Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2022 kl. 14:51
Takk sömuleiðis!
Theódór Norðkvist, 15.3.2022 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.