Að virkja eða ekki virkja
12.3.2022 | 16:21
Þegar Gulli þarf að koma valdi umbjóðenda sinna, ESB, yfir landsmenn fær hann vini sína til að gera skýrslu. Ein var um EES-"samstarfið" (tilskipana-undirlægjuna). Og nú kom ein "Staða og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna stjórnvalda í loftslagsmálum". En orkumálin eru strand vegna EES-regluverks og "Rammaáætlunar". Skýrslan er svaml óvita í efnaverkfræði, rafmagnsverkfræði og loftslagsfræði úr vinahóp Gulla. "Loftslagsmál" eru orkumálum og sérstaklega eldsneytisbrennslu óviðkomandi eins og fróðir menn vita. Niðurstaða Gullavina er að þurfi að tvöfalda virkjanir landsins (sem verður gert einhvern tíma þegar búið er að losna við EES/ESB og þróa djúpvarmann). Orkuskipti samkvæmt ESB eru að mestu ógerleg vegna öryggismála, hráefnaaðgengis og kostnaðar.
Flugið: Gulli getur hringt í Boeing og spurt hvenær vetnisflugvélarnar verði tilbúnar. Svarið verður "aldrei" aldarlöng þróun og rannsóknir farþegaflugs útiloka allt nema ákveðin vetniskolefni.
Fiskiskip: Rafmetanól úr reyk og vatni setur útgerðina (eða ríkissjóð) á hausinn ef það verður fáanlegt. ESB borgar ekki.
Bílar: Þegar rafbílar verða á raunverði og eigendur borga vega-og mengunarkostnað, verða aðallega fjáðir grænir spjátrungar sem kaupa þá til að fara út á völl.
Flutningabílar og rútur þurfa risatanka undir tréspíra, eldhætta, blossamarkið er 10°C, bílstjórarnir geta fengið sjóntruflanir og blindu.
Kaupskipaflotinn gæti notað rafeldsneyti, vetni, ef má hækka vöruverð. (Það gerir heldur ekki svo mikið til þó einn og einn dallur springi í loft upp langt úti á hafi).
Niðurstaðan er að loftslag batnar ekki með orkuskiptum. En orkunotkunin heldur áfram að þróast með tækniþróuninni, umhverfistrúarbábiljurnar valda aðeins afturför. Meira að segja ESB virðist nú ætla að stimpla kjarnorku, jarðgas og jafnvel kol og olíu "græn" enda orkuskiptin þar orðin orkukreppa.
Það er því óþarfi að tvöfalda virkjanirnar út af orkuskiptum, þau verða aldrei annað en draumórar og glærusýningar. ESB er orðið útbíað af afkastarýrum vindmyllum eins og á 17. öld. Ef ljúka á orkuskiptum Gulla hérlendis verðum við að ferðast til Köben með seglskipum eins og á 17. öld. Meir en helmingur eldsneytis sem landsmenn nota er til flugsins, rúmlega 0,8 milljón tonn (2018), því er ekki hægt að breyta nema í glærusýningum Orkustofnunar, Umhverfisstofnunar eða Gullavina.
En er kannske hægt að láta borgarlínuna ná til Köben?
https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 13.3.2022 kl. 00:28 | Facebook
Athugasemdir
Snilldarpistill.
Takk fyrir.
Sigurður Kristján Hjaltested, 12.3.2022 kl. 22:00
Tek undir með Sigurði hér að ofan. Alger snilld þessi pistil. Á fésið með hann!
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2022 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.