Reynt að draga okkur í stríð
5.3.2022 | 15:26
Leppstjórn ESB og NATO í Úkraínu reynir að draga okkur með í stríð gegn Rússum, lengi okkar bestu viðskiptavinir sem björguðu okkur frá refsiaðgerðum NATO-landa (1952). Forsetinn, atvinnuleikarinn Zelenskyy, heldur sýningar fyrir skriffinnasamkundur ESB og NATO og fær blækurnar til að vola af samúð. Hann reynir að troða Úkraínu í ESB áður en Rússar afhöfða spillta og grimma leppstjórn hans í Kænugarði. Og nú vill hann að NATO setji loftferðabann á svæðið sem þýðir að við, NATO-landið, gætum dregist inn í stríðsátök.
Blækurnar hjá ESB og NATO eru sem betur fer of hræddar við Rússa til að samþykkja það. En hættan er að afskipti ESB og NATO af Úkraínu leiði ekki bara til ófriðar í Úkraínu heldur í allri Evrópu. Aðild okkar að EES færir stjórn mikilvægra utanríkismála til ESB og er orðin hættuleg öryggi landsins. Greinilega þarf að endurskoða aðild Íslands að NATO ef bandalagið hættir ekki vopnaskaki framan í Rússa og innlimunartilraunum með Úkraínu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 6.3.2022 kl. 01:25 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú ljóta þvælan þessi pistill, skil vel að hann er skrifaður undir nafnleynd. Ég myndi skammast mín fyrir svona skoðanir.
Ég held að afstaða Svía og Finna segi nú allt sem segja þarf, stuðningur við að ganga í Nató hefur stóraukist.
A.m.k. í Finnlandi vita menn hvernig er að vera nágranni hins geðilla rússneska bjarnar og mega ekki reka við nema fá leyfi til þess frá Kreml.
Ef þið svokallaðir baráttumenn Frjáls Íslands, haldið að Ísland verði lengi frjálst, berskjaldað gagnvart birninum, ættuð þið að fara í geðrannsókn.
Theódór Norðkvist, 5.3.2022 kl. 15:57
Ég er nú þeirrar skoðunar, að maður sem stelur aðeins annað kastið geti ekki kallast heiðarlegur, því annað hvort er maður heiðarlegur eða þjófóttur.
T.a.m. hafa Rússar og Kínverjar aldrei sýnt Íslendingum annað en vinsemd og virðingu, en frekar létt að minnast viðmóts Bandaríkjamanna og sérstaklega Breta gagnvart Íslendingum, þar sem þeir hafa sannarlega ekki haft hagsmuni okkar í fyrirrúmi og nenni ég ekki að telja upp dæmi því til sönnunar í trausti þess að lesendur bloggsins séu flestir komnir af barnsaldri.
Jónatan Karlsson, 6.3.2022 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.