1200 blaðursíður

stock-photo-bureaucracy-172084331_1370100.jpgVirkjanir tefjast, Landsvirkjun þarf að sækja um leyfi hjá skriffinnum eigneda sinna. Hvammsvirkjun er búin að vera í skriffinnsku í 20 ár samkvæmt lögum frá ESB um mat á umhverfisáhrifum, hefur tvisvar farið í umhverfismat. Orkustofnun hefur verið að stauta sig framúr 1200 blaðsíðum í 8 mánuði meðan orkuskortur herjar. Svo þarf að auglýsa í Lögbirtingi. Svo fá kvartarar 3 vikur. Svo þarf að svara. Svo þarf að sækja um framkvæmdaleyfi. Svo þarf --- (Mbl 10.2.2022)

Nýjustu viðbótinni við lögin um umhverfismat (ESB-tilskipun 2014/52) var mótmælt harðlega: "-Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga eru því andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra í heild-". Og Verkfræðingafélagið sagði að þyrfti "-að fækka möguleikum til að vera með tilhæfulausan málflutning á grundvelli þessara laga-". Flókið og kostnaðarsamt umverfismat hægir á þróun byggðar

Nýjustu viðbótinni við regluverkið um starfsleyfi (ESB-tilskipun 2010/75 ofl.) var líka mótmælt harðlega: "Afstaða sambandsins (íslenskra sveitarfélaga) er sú að alls ekki sé til bóta að búa til svo viðamikla reglugerð þar sem blandað er saman lítt skyldum efnisreglum og leitast þurfi við að halda reglum um starfsleyfisútgáfu eins einföldum og aðgengilegum og frekast er kostur-". Hamlandi starfsleyfisreglur

Ríkisstjórn og Alþingi hunsa allar athugasemdir þegar ESB sendir EES-tilskipanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband