Sjálfstæð þjóð?

Kievdomelaurel-4466147_960_720Refsiaðgerðum Íslands gegn Rússlandi "vegna ástandsins í Úkraínu" er stjórnað í Brussel. Nýjasta tilskipanadræsan sem okkar ráðherrar eru látnir gefa út sem íslenska reglugerð, er frá 11. janúar, nr/0066-2022

Þar er meðal annarra "ákvörðun ráðsins" um "þvingunaraðgerðir vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol"

Eins og fróðir menn þekkja er þetta stöðluð ESB-lygi. Það var Úkraína sem innlimaði Krím ólöglega og afnam stjórnarskrána 17. mars 1995 og reyndi að ráða forseta Krím, Yuriy Meshkov, af dögum. ESB og NATO komu ekki á refsiaðgerðum þá heldur þögðu. En það var svo eftir að löglega kjörin stjórnvöld Úkraínu neituðu að sækja um aðild að ESB 2013 sem Obamastjórnin og peningaöfl í NATO og ESB fjármögnuðu óeirðaseggi til að kynda elda í Kænugarði og flæma löglega kjörinn forseta frá völdum. Þar með sauð uppúr í Austur-Úkraínu og Rússum kennt um eins og venjulega. Það er "ástandið í Úkraínu", afleiðing afskipta ESB og NATO-landa. Og ESB og NATO létu okkur setja viðskiptabönn á Rússland. "Sjálfstæða" Ísland fórnaði einu besta viðskiptalandinu fyrir lygar frá NATO og ESB. https://www.frjalstland.is/2021/07/02/island-i-erindrekstri-fyrir-esb/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband